Magma: druslugangurinn

Ég var að horfa í tölvunni minni á viðtal Þórhalls Gunnarssonar við Björk Guðmundsdóttur – rétt eftir að ég talaði við Láru Hönnu, sem fékk pokann sinn á RÚV af ástæðum sem Lára Hanna telur að hafi með óvæga umfjöllun hennar um Magma og HS Orku að gera.

Íslenskir fjölmiðlar virðast eiga eitthvað voðalega erfitt að fjalla á gagnrýninn hátt um þetta Magma mál. Ég reyndi hvað eftir annað í sumar að fá birta stutta grein um málið á skoðanasíðum dagblaðanna, en án árangurs. Á endanum birti Reykjavík Grapevine (sem er á ensku!) greinina og ég setti hana á eyjubloggið mitt. En það er langt í frá það sama og að komast í blöðin (Fréttablaðið var ógurlega upptekið á þessum tíma að birta 1700 orða langar greinar, hverja á fætur annarri, eftir einn ráðherrann).

Segja má að nokkrir stærstu vankantar íslensks stjórnkerfis (sem ég hef margoft fárast yfir á prenti)  kristallist í þessu máli. Stefnuleysi: Vanhæfni, vangeta og bara hreinlega druslugangur íslenskra stjórnmálamanna að móta engar raunverulegar stefnur fyrir þjóðina, hvorki í orkumálum, né atvinnumálum. Suðurnesin vantar atvinnu, alla vantar atvinnu. Þá er rokið til og flotti bíllinn okkar sem er 5 milljón króna virði er seldur á tíu þúsund kall af því okkur vantar pening núna.

Bananalýðveldisháttur varðandi upplýsingar um sameiginleg mál þjóðarinnar, samninga er ríkið gerir fyrir hönd þjóðarinnar: okkur á ekki að koma við hvað stendur í samningunum, sama hvort þeir eru við útlenda skúffu eða álfyrirtæki! (Samningar Alcoa við bandarísk bæjarfélög um orkusölu eru… á vefsíðu bæjarfélagsins!).

Íslenska stjórnmálastéttin er ófær, ég endurtek ÓFÆR um að stjórna landinu í þágu landsmanna. Hún hefur aldrei stjórnað því með neina aðra hagsmuni en sína eigin að leiðarljósi. Það er sami rassinn undir öllum íslenskum stjórnmálamönnum, með örfáum undantekningum.  Gerið þið það, látið ykkur hverfa. Plís. Bæ bæ nú, allir fara í langt frí, ekki koma aftur!

Auglýsingar
Þessi færsla var birt undir Stjórnarskráin. Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s