Um mig

Ég er fjölmiðlafræðingur og fv. fréttamaður á Stöð 2 og hef undanfarin ár mest skrifað um eftirmála og áhrif bankahrunsins á íslenska þjófræðið og íslensku þjóðina fyrir íslenska og bandaríska fjölmiðla, m.a. Huffington Post, Minneapolis Star Tribune, Iceland Review, Reykjavik Grapevine o.fl. Ég var einnig ritstjóri Gestgjafans um nokkurra ára skeið og finnst gaman að skrifa um mat, mataræði og heilsu. Ég stundaði nám í lögfræði við HÍ, lauk BA prófi í fjölmiðlafræði og sagnfræði frá California State University og MA í hefðbundnum kínverskum lækningum (TCM) frá Emperor’s College of Traditional Oriental Medicine í Los Angeles.

Ég er frambjóðandi til stjórnlagaþings og nái ég kosningu mun ég beita mér fyrir gagngerum breytingum á Stjórnarskrá Íslands í þá átt að færa völd og valkosti úr greipum gráðugra hagsmunapotara Fjórflokksins yfir í hendur kjósenda.

Athugasemdir við skrif mín á þessari síðu eru velkomin ef þau varða málefni það sem skrifin varða og eru undir fullu nafni ritara athugasemdarinnar.

Auglýsingar